Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1392, 152. löggjafarþing 569. mál: stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (framlenging bráðabirgðaákvæða).
Lög nr. 49 23. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009 (framlenging bráðabirgðaákvæða).


1. gr.

     Í stað orðanna „og 2022“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum kemur: 2022 og 2023.

2. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða II í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. skal hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árið 2023 vera samtals 1.000.000.000 kr., þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.